Fasteignasalan Garður var stofnuð í júní 1984 af Kára Fanndal Guðbrandssyni og Sigrúnu P. Sigurpálsdóttur. Fyrirtækið hefur frá upphafi lagt áherslu á faglega, trausta og perónulega þjónustu. Fyrirtækið leggur metnað sinn í vandaðan skjalafrágang. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum er grunnur að farsælum viðskiptum.
Garður er til húsa í Skipholti 5 í eigin húsnæði og hefur verið þar frá upphafi eða í 30 ár. Staðsetningin er mjög góð og alltaf næg bílastæði.