Fyrirtækið Fasteignasalan Garður var stofnuð í júní 1984 af Kára Fanndal Guðbrandssyni og Sigrúnu P. Sigurpálsdóttur. Í maí árið 2016 keypti Sveinbjörn Halldórsson löggiltur fasteignasali fyrirtækið og stýrir því ásamt fjölskyldu sinni. Sveinbjörn er búinn að vinna við fasteignasölu frá árinu 1996 eða yfir 20 ár.
Fyrirtækið hefur frá upphafi lagt áherslu á faglega, trausta og perónulega þjónustu og leggur fyrirtækið metnað sinn í vandaðan skjalafrágang. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum er grunnur að farsælum viðskiptum. Garður er til húsa í Skipholti 5 í eigin húsnæði og hefur verið þar frá stofnun eða í 30 ár. Staðsetningin er mjög góð og alltaf næg bílastæði.
Sjá staðsetningu á korti.