Sveinbjörn Halldórsson
Löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 892-2916
Halldór Freyr Sveinbjörnsson
Löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 693-2916
Álfholt 20, 220 Hafnarfjörður
109.900.000 Kr.
Raðhús
7 herb.
208 m2
109.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1992
Brunabótamat
89.950.000
Fasteignamat
105.200.000

Fasteignasalan Garður 

Fasteignasalan Garður og Einar Örn Ágústsson, löggiltur fasteignasali, - sími 888-7979, kynna í einkasölu afar fallegt, vel skipulagt og bjart 208,8 fermetra raðhús á tveimur hæðum með fjórum svefnherbergjum við Álfholt 20 í Hafnarfirði. Eignin skiptist í 180,6 fermetra íbúðarrými og 28,2 fermetra innbyggðan bílskúr. 

Um er að ræða frábæra fjölskyldueign. 
 
Nánari lýsing:
Jarðhæð:
Forstofa: Með flísum á gólfi og góðum skápum sem ná upp í loft. Innangengt í bílskúr frá forstofu.
Svefnherbergi I: Með harðparketi á gólfi. 
Gestasnyrting: Inn af forstofu.
Stofa/borðstofa: Er rúmgóð með parketi á gólfi og gólfsíðum gluggum. Aukin lofthæð í rýminu. Útgengi á pall sem snýr í austurátt. 
Eldhús: Með flísum á gólfi og innrétting með eyju. Gott skápa- og vinnupláss.
Þvottaherbergi: Með flísum á gólfi og góðu hilluplássi. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Verönd: Er í bakgarði til austurs þar sem morgunsólin nýtur sín fram á seinnipart.

Efri hæð: 
Gangur: Gengið upp steyptan teppalagðan stiga. Gangur með parketi á gólfi en opið er á milli hæða. 
Svefnherbergi II: Með harðparketi á gólfi og gluggi til vesturs.
Svefnherbergi III: Með harðparketi á gólfi og gluggi til vesturs.
Hjónaherbergi: Með harðparketi á gólfi, skápum og útgengt út á svalir.
Baðherbergi: Með flísum á gólfi og veggjum. Sturtuklefi, bað, innrétting með vask og góðum skápum.
Hol: Parketlagt sjónvarpshol.

Bílskúr: Er 28,2 fermetrar að stærð, innangengt úr forstofu. Bílskúrshurð með rafmagnsopnun, gólf málað og nægt geymslupláss. 
 
Endurbætur:
2020 Þak viðgert þar sem járn og pappi var endurnýjaður ásamt borðaklæðningu þar sem við átti. Öndun einnig bætt.
2020 Þakgluggar í fyrstu tveimur svefnherbergjum endurnýjaðir.
2020 Á efri hæð og forstofuherbergi voru flestar plötur á útveggjum framhliðar og einangrun endurnýjuð vegna leka í hitavatnslögn. 
2020 Skipt um alla ofna á efri hæð og forstofuherbergi fyrir utan ofn í sjónvarpsholi.
2022 Sólpallur smíðaður ásamt skjólvegg. Lagnir fyrir heitan pott lagðar og tilbúnar til tengingar undir palli. 

Nánari upplýsingar veitir:
Einar Örn Ágústsson - löggiltur fasteignasali
[email protected]  /  sími 888-7979


Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

www.fastgardur.is |  Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.