Sveinbjörn Halldórsson
Löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 892-2916
Halldór Freyr Sveinbjörnsson
Löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 693-2916
Eskivellir 7, 221 Hafnarfjörður
73.900.000 Kr.
Fjölbýli / Fjölbýlishús með lyftu
4 herb.
111 m2
73.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2006
Brunabótamat
56.830.000
Fasteignamat
75.400.000

Fasteignasalan Garður 

Eignin er seld með fyrirvara.  
Baldur fasteignasali - Sími 450-0000
kynnir einkasölu: Einstaklega góð og vel skipulögð 4ra herbergja íbúð með uþb. 20 fermetra svölum sem snúa bæði í suður og vestur.
Eignin er á fjórðu og efstu hæð í góðu lyftuhúsi að Eskivöllum 7 en henni fylgir einnig bílastæði í lokuðum bílakjallara.  
Matvöruverslunin Krónan er aðeins í tveggja mínútna göngufjarlægð. 

Fasteignamat: 75.400.000 kr. 

Smelltu hér til að sjá myndband sem sýnir eignina

Íbúðin skiptist í anddyri, tvö svefnherbergi, annað svefnherbergi sem nýtist sem opin borðstofa í dag, eldhús, stofu, baðherbergi og þvottahús. Þá fylgir íbúðinni jafnframt geymsla og hlutdeild í sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.
Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er birt flatarmál eignarinnar 111,20 fermetrar, þar af er geymslan 8,0 fermetrar.

Nánari lýsing:
Anddyri: Flísar á gólfi og fataskápur.
Eldhús: Snyrtileg eldhúsinnrétting með góðu skápaplássi. Flísar milli efri og neðri skápa. Bakaraofn í vinnuhæð. Borðkrókur í eldhúsinu og gluggi.
Stofa: Bjart og gott rými með glugga í tvær áttir. Frá stofunni er útgengt á uþb. 20 fermetra yfirbyggðar svalir. 
Borðstofa: Í samliggjandi rými eins og staðan er í dag. Auðvelt er að setja upp vegg út útbúa herbergi líkt og gert var ráð fyrir á teikningum.
Hjónaherbergi: Rúmgott herbergi með parketi á gólfi og fataskáp með góðu skápaplássi. 
Svefnherbergi: Parket á gólfi.
Baðherbergi: Mjög stílhreint og snyrtilegt baðherbergi með fallegri viðarinnréttingu við vaski. Gott skápapláss með skúffum og skápum. Vegghengt klósett og walk-in sturta. Flísalagt í hólf og gólf.  
Þvottahús: Hvít innrétting í kringum þvottavél og þurrkara með skúffum og skápum. Flísar á gólfi og vinnupláss með skolvaski.
Sérstæði í bílageymslu fylgir.

Annað:
Um er að ræða frábærlega vel staðsetta eign, og stutt er í alla helstu þjónustu, skóla og leikskóla. Eign sem er þess virði að skoða.

Nánari upplýsingar veitir:
Baldur Jezorski - 
löggiltur fasteignasali
[email protected]  /  sími 450-0000
Instagram: Baldur fasteignasali

Netverðmat: Smelltu hér til að sjá hvers virði eignin þín er.


Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

www.fastgardur.is |  Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.