Fasteignasalan Garður
Fallegt og vandað nýtt, 4ra herbergja endaraðhús ásamt bílskúr að Þurárhrauni 11, Þorlákshöfn. HÚSIÐ ER LAUST TIL AFHENDINGAR !
Húsið afhendist fullbúið og með þökulagðri lóð, hellulagðri verönd og steyptu bílaplani ! Lóðin snýr í hásuður.
Húsið er glæsilega hannað, með einstaklega mikilli lofthæð og klætt með fallegri bronsaðri álbáru og gegnheilum bambus. Húsið er á frábærum stað í nýju hverfi í Þorlákshöfn í einungis 30 mín frá Reykjavík.
VERÐ MIÐAST VIÐ AÐ EIGNIN ER FULLKLÁRUÐ. Hægt er að kaupa eignina í byggingarferli og verður verðið endurspeglað miðað við verkstöðu hverju sinni.
Allar nánari upplýsingar veitir Halldór í síma 6932916 - [email protected]
3D myndir af sambærilegri eignLýsing á verkstöðu 9.2.2023Gólfefni: Flísar og parket komið niður, eftir að kaupa gólflistana og setja þá á
Hurðar: Eftir að kaupa og setja upp
Baðherbergi: Flísar komnar á gólf og FIBO plötur á veggi langt komnar (allt efni komið á staðinn), innrétting er komin í 1 baðherbergi af 6, eftir að kaupa í hin.
Málun: Búið að grunna og mála eina umferð, eftir að mála lokaumferð og ganga frá inní gluggum.
Bílskúr: Eftir að fullmála, mála epoxy á gólf og setja upp ljós í loft, að öðru leiti klár
Fataskápar: Grunnskáparnir eru komnir í hjónaherbergin, eftir að kaupa innvols og hurðar, eftir að kaupa skápana í hin herbergin og á ganginn í forstofunni
Eldhúsinnréttingar: Búið að setja grunnskápana upp, eftir að kaupa innvols, fronta, borðplötur og tæki
Þvottahús: Eftir að kaupa innréttingu, annað er klárt
Lýsing: Öll ljós komin upp inni
Úti: Allt klárt og frágengið, bílaplan, þökur, húsið sjálft, sorptunnuskýlin og pallur/flísar á verönd
Slökkvitæki og reykskynjarar: Eftir að kaupa og setja upp
Húsið telur: 3 rúmgóð svefnherbergi, 2 baðherbergi, þvottahús, innangengt í bílskúr, stofa eldhús og borðstofa í opnu rými með góðri lofthæð.
** Á EINFALDAN HÁTT er hægt að taka niður vegg á svefnherbergi og stækka stofuna !
Húsið er með einhalla þaki og allt að 3,7m lofthæð í stofu.
Lóðin:
Lóðin snýr í hásuður, er fullfrágengin (þökulögð), bílaplan steypt og flísalagður sólpallur með flísahellum á baklóð (sunnanmegin).
Bílaplan er með snjóbræðslurörum undir. Snjóbræðslan verður ekki tengd en rörin liggja klár inn í bílskúr og getur nýr eigandi valið að tengja.
Sorptunnuskýli fyrir þrjár tunnur er komið.
Utangengt er í garðinn á tveim stöðum, frá hjónaherbergi og gegnum stóra rennihurð úr stofu.
Garðkrani er á vegg. Gert hefur verið ráð fyrir að íbúar geti sett niður heitan pott í garðinum og eru ídráttarrör fyrir vatn og rafmagn klár sem og frárennsli fyrir pottinn.
Lýsing í þakskyggni beggja megin. Rafmagnstenglar eru í þakskyggni beggja megin við hús, fyrir jólaseríurnar.Veggir:Veggir eru tilbúnir undir spörslun.
Gólfið er slípað (sladdað) en eftir er að flota undir gólfefni.
Þakkantur og rennur:Þakkantur er úr timbri og klæddur með svörtu áli. Svartar álrennur eru utan á þakkanti. Þakkantur er klæddur að neðan og er lýsing bæði að framanverðu og aftanverðu.
Gluggar og hurðir:Ál-tré-plast gluggar frá Idealcombi, RAL 9005 að utan (svart) og RAL 9010 að innan (hvítt). Tré að innan, ál að utan og plast í botnstykki. Rennihurð í stofu frá sama fyrirtæki. Útihurð frá Idealcombi. Bílskúrshurð er frá Front-X.
Loft:Loftið er upptekið, frágengið með rafmagnsgrind að neðan. Þakið er einhalla og hátt er til lofts garðmegin í húsinu, allt að 3,6 m
Lagnir:Skólplagnir eru tengdar fráveitukerfi í götu. Rör í rör kerfi er fyrir neysluvatn og er undir botnplötu og tengt við tengikistur. Gólfhiti er í húsinu, hitastýringu vantar.
Raflagnir:Rafmagnslögn er miðað við byggingarstig 5 (tilbúið til innréttinga skv. íst-51). Gert er ráð fyrir dyrabjöllu og hússtjórnunarkerfi í anddyri þar sem mögulegt er að setja upp stýringu fyrir ljós, hita, öryggiskerfi oflr. Ídráttarrör eru lögð undir plötu frá töfluskáp og út í garð ef ske kynni að kaupandi myndi vilja setja heitan pott eða nota rafmagn til annarra nota.
Gert er ráð fyrir rafbílahleðslu.
Þvottahús:Gert er ráð fyrir vask, þvottavél og þurrkara.
Bílskúr:Bílskúr er 24 m2 og með fjarstýringum á bílskúrshurð.
Gjöld:Inntaksgjöld fyrir hita og rafmagn eru greidd, sem og gatnagerðargjald.
Kaupandi greiðir skipualgsgjald.
Seljandi lætur taka húsið út í lokaúttekt.
Helstu vegalengdir:
Þurárhraun - leikskóli/grunnskóli/sundlaug 10 mín gangandi
Þurárhraun - heilsugæsla/verslun/ráðhús/ÁTVR/bakarí oflr 8 mín gangandi
Þurárhraun - Gryfjan bike park 8 mín hjólandi
Þorlákshöfn - Hveragerði 14 mín akandi
Þorlákshöfn - Selfoss 20 mín akandi
Þorlákshöfn - Rauðavatn 30 mín akandi
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
www.fastgardur.is | Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður