Sveinbjörn Halldórsson
Löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 892-2916
Halldór Freyr Sveinbjörnsson
Löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 693-2916
Nóatún 24, 105 Reykjavík (Austurbær)
61.900.000 Kr.
Fjölbýli
4 herb.
81 m2
61.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1954
Brunabótamat
34.100.000
Fasteignamat
50.800.000

Fasteignasalan Garður 

Falleg og björt 4ra herbergja íbúð á annar hæð á þessum vinsæla stað í 105 Reykjavík. 
EIGNIN ER LAUS VIÐ KAUPSAMNING. Dúkur á gólfi og er því auðvelt að leggja nýtt gólfefni. 


Samkvæmt skráningu HMS er birt flatarmál eignarinnar 81,6fm.

Um er að ræða fallega og bjarta íbúð á 2.hæð í steinsteyptu 6 íbúða fjölbýlishúsi byggðu árið 1954.
Gengið er inní forstofu/hol sem aðskilur allar vistarverur íbúðarinnar. Til hægri eru stofan, útgengt er út á suður svalir úr stofunni. Eldhúsið er til vinstri við inngang en beint inn af holinu eru svefnherbergin og baðherbergið þar inn af til vinstri. Hjónaberbergið er rúmgott með fataskápum, eitt lítið herbergið er á milli stóru herbergjanna, mjög rúmgott herbergi er svo við hliðina á stofunni sem hægt væri að nota sem borðstofa eða stækka stofuna.
Í kjallarnum er sameignilegt þvottahús og þurrkherbergi ásamt sér geymslu íbúðarinnar.


Forstofa/hol: Dúkur á gólfi.
Stofur: Björt stofa með útgengi út á suður svalir, dúkur á gólfum.
Eldhús: Eldri innrétting sem lýtur vel út og er með góðu skápaplássi og góðum glugga. Borðkrókur er innan eldhúss.
Svefnherbergin: Hjónaherbergið er rúmgott með fataskápum, dúkur á gólfum.
Baðherbergi: Nýlega endurnýjað flísalagt baðherbergi með sturtu með gler skilrúmi, upphengdu salerni og fallegri innréttingu.
Geymsla: Rúmgóð 8,1 fm geymsla í kjallara með glugga.

Skipt um mænisjárn í þaki fyrir um 5 árum, þakið skoðað og metið í lagi. Raflagnir endurnýjaðar í sameign fyrir um 5 árum.

Í sameign er sameiginleg þvottahús og þurrkherbergi.
Ljósleiðari er komin inn í íbúðina.


Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

www.fastgardur.is |  Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.