Fasteignasalan Garður
Glæsilegt arkitektahannað 193,7 fm 5 herbergja einbýli á einni hæð með bílskúr við Hamrabyggð 14 í Hafnarfirði. Mikið og fallegt útsýni m.a. yfirl hraunið og til sjávar. Stór verönd/skjólgirðingar með heitum potti. Glæsileg hraunlóð.Eignin skiptist þannig að íbúðarhlutinn er 158,7 fm og bílskúrinn 35,0 fm, samtals 193,7 fm skv. HMS.Nánari lýsing: Forstofa með flísum á gólfi, útgengt á lóð.
Gestasalerni með flísum á gólfi og veggjum. Rúmgott
hol inn af forstofu. Björt
stofa og
borðstofa, parket á gólfi, útgengt á stóran
sólpall með heitum potti. Parketlagður
herbergisgangur. Fjögur
svefnherbergi (þ.m.t. hjóna), parket á gólfum, útgengt á sólpall úr hjónaherberginu og þar er einnig
glæsilegt útsýni til sjávar.
Baðherbergi er flísalagt á gólfi og veggjum, bæði sturta og baðkar.
Eldhús með viðarinnréttingu, ofn í vinnuhæð, helluborð m/viftu yfir, vínyldúkur og flísar á gólfi.
Þvottahús er rúmgott með glugga (Búið að opna milli þvottahúss og geymslu sem eru á teikningu), flísar á gólfi. Yfir þvottahúsi er gott geymsluloft. Mikil lofthæð er í húsinu að mestu, gólfhiti í öllu húsinu.
Bílskúrinn: Búið er að breyta bílskúrnum í studíó íbúð. Komið er inn í anddyri. Baðherbergi með sturtuklefa og tengi fyrri þvottavél. Eldhús með fallegri dökkri innréttingu. Stofa og svefnrými með glugga.
Lóðin er snyrtilega frágengin með grasblett, Stórum sólpalli m/heitum potti og glæsilegu útsýni og ósnertu hrauninu. Búið er að byggja geymsluskúr rétt fyrir utan lóðina sem er nýttur sem geymsla.
Frábær staðsetning í botnlangagötu við hraunjaðarinn. Mjög gott og stutt aðgengi er frá Reykjanesbrautinni inn í hverfið í gegnum nýjan veg sem tengir hann við hverfið.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
www.fastgardur.is | Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður