Fasteignasalan Garður
Flugumýri 24-26 Mosfellsbær er glæsilegt iðnarbil. Skráð eign 010104, birt stærð séreignar 81,1 fm, með vinnusal, starfsmanna aðstöðu, kaffistofa og snyrtingu. Mikil lofthæð og búið er að að gera millipall að hluta og er talía til þess að hífa stærri hluti upp. Lakkað gólf og þakgluggar sem hleypa birtu í mitt rýmið. Eigninni fylgir gámastæði þar sem er pláss fyrri tvo gáma. Húsið er bárujárnsklætt að utan. Sérhiti og sérrafmagn. Ekki er starfandi húsfélag.
Um er að ræða fullbúið húsnæði með innkeyrsuhurð 3 x 3 m ásamt gönguhurð við hliðina. Einstök aðstaða fyrir ýmsan léttan iðnað eða bara sem dótakassi.
Húsið Flugumýri 24-26: er atvinnuhúsnæði, með 7 séreignar einingum. Húsið er byggt árið 1992. Hiti og rafmagn inntak fyrir heitt og kalt vatn sem og rafmagn er í ræstiklefa í eign 0101 og nær til allra eigna nema 0107 sem hefur sérinntaksklefa. Kvöð hvílir á eign 0101 að allar eignir nema 0107 eiga aðkomurétt að inntaksklefa í 0101 til aflestrar og viðhalds.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
www.fastgardur.is | Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður