Fasteignasalan Garður
Björt og vel skipulögð 3ja herbergja íbúð í fallegu húsi við Gullengi 17. Húsið lýtur vel út og hefur verið vel við haldið í gegnum árin.
Tvennar svalir eru á eigninni sem snúa til suðausturs og norðaustur.
Nánari lýsing eignar: Forstofa / gangur: Komið er inn í rúmgóða forstofu með góðum forstofuskápum, Flísar á gólfi.
Stofa / borðstofa: Stórar og bjartar stofur með útgengt á stórar svalir til suðausturs.
Eldhús: Stórt eldhús sem er lokað af, ljós innrétting með góðu skápaplássi og góðum borðkrók við glugga.
Hjónaherbergi: Stórt herbergi með góðum hvítum fataskápum og útgengt á svalir.
Svefnherbergi 2: Gott svefnherbergi, parket á gólfi.
Baðherbergi Flísalagt baðherbergi með hvítri innréttingu, sturtuklefa og baðakri.
Þvottahús: Þvottahús er innan íbúðar.
Sameign: Risloft er yfir öll húsinu. Það er nýtt sem köld geymsla fyrir alla í húsinu þar sem hver hefur sitt pláss. Hjóla- og vagnageymsla er í sameign.
Þetta er draumastaðsetning fyrir fjölskyldur þar sem svæðið er bæði fjölskylduvænt og gróið og öll helsta grunnþjónusta er til staðar. Stutt er í góða leik- og grunnskóla auk þess sem verslunarkjarninn Spöngin er í nánd. Mikið framboð er af afþreyingu í hverfinu og má þar helst nefna Egilshöll og Korpuúlfsstaði, þar sem í boði er fjölbreytt afþreying, tómstundir og íþróttir. Einnig er þar kvikmyndahús og keiluhöll svo dæmi séu tekin. Fjölmargar göngu- og hjólaleiðir eru til staðar og stórar samgönguæðar til allra átta sem er mikill kostur.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
www.fastgardur.is | Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður