Sveinbjörn Halldórsson
Löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 892-2916
Halldór Freyr Sveinbjörnsson
Löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 693-2916
Holtsbúð 9, 210 Garðabær
119.900.000 Kr.
Raðhús / Raðhús á tveimur hæðum
4 herb.
166 m2
119.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1977
Brunabótamat
69.700.000
Fasteignamat
102.050.000

Fasteignasalan Garður 

Fallegt og þónokkuð mikið endurnýjað  5 herbergja raðhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr, svölum og suðurgarði með fallegri timburverönd með skjólgirðingum og heitum potti.  Alls eru fjögur svefnherbergi í húsinu, tvö á efri hæð og tvö á neðri hæð. Frábær fjölskyldueign.

Pantið einkaskoðun hjá Halldóri í síma 693-2916 eða tölvupóst [email protected]

Eignin er skráð sem hér segir hjá Þjóðskrá íslands , neðri hæð 63,8 m2, efri hæð 84,2 m2 bílskúr 18,3 fm. Samtals 166,3 m2


Nánari lýsing:
Rúmgóð forstofa með flísalögðu gólfi með hita og nýlegum fataskáp.
Þaðan er gengið inn í hol með harðparketi a gólfi.
Tvö rúmgóð svefnherbergi annað með fataskáp með rennihurðum, harðparket á gólfum.
Baðherbergi með flísalögðu gólfi og veggjum, flísalögð sturta og svört blöndunartæki, hvít innrétting með vaski og efri skáp með speglahurðum, handklæðaofn.
Þvottahús með flísalögðu gólfi og nýlegri rúmgóðri hvítri innréttingu með efri og neðri skápum þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð. Skolvaskur og þvottasnúrur.
Timburstigi upp á efri hæð.

Efri hæð.
Á efri hæðinni er gengið inn í opið og bjart rými þar sem hátt er til lofts á allri hæðinni
Sunnan megin er rúmgóð og björt stofa/borðstofa. Úr stofunni er gengið niður á fallega suðurverönd með heitum potti og skjólgirðingum.
Eldhúsið er með lakkaðri innréttingu með efri og neðri skápum þar sem gert er ráð fyrir ísskáp og uppþvottavél í innréttingu, steypt borðplata, stór eyja með steyptri borðplötu, harðparket á gólfi.
Sjónvarpshol með harðparketi á gólfi.
Rúmgott hjónaherbergi með harðparketi á gólfi með útgengi út á stórar norðvestursvalir með fallegu útsýni. Stórir innbyggðir fataskápar.
Svefnherbergi með harðparketi á gólfi.
Baðherbergi: Flísalagt baðherbergi sem var endurnýjað í byrjun árs 2022. Walk in sturta, hvít innrétting, handklæðaofn og upphengt salerni. Einnig var sett hitalögn í gólfið. 

Bílskúr með rafmagni, hita, heitt og kalt vatn. Lakkað gólf, innkeyrsludyr og gönguhurð.  Steypt bílaplan með snjóbræðslu. Þakið var endurnýjað 2019. Stór verönd og heitur pottur 2017. Síðustu ár var skipt um allar innihurðar, tenglar og rofar endurnýjaðir, baðherbergi á neðri hæð endurnýjað fyrir 10 árum síðan, gólf flotuð, harðparket og fataskápur í herbergi á neðri hæð, innrétting og flísar í þvottahúsi, ásamt gólfhita, flísum og fataskáp í anddyri. 2011 var allt gler á suðurhlið endurnýjað og sett sólvarnargler.


Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

www.fastgardur.is |  Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.