Fasteignasalan Garður
Bjarta og vel skipulagða 3ja herbergja íbúð á annarri hæð í góðu lyftuhúsi við Kvistavelli 44 Hafnarfirði.
Bílastæði eru sameiginleg og garður með leiktækjum er bæði fyrir framan og aftan húsið. Húsið er steinað að utan og í kjallara er sameiginleg hjólageymsla.Í hverfinu eru göngu og hjólastígar og í næsta nágrenni eru fallegar gönguleiðir m.a í kringum Ástjörn og á Ásfjall. Grunnskóli og leikskóli eru í næsta nágrenni og stutt er í þjónustukjarna á Tjarnarvöllum þ.s eru líkamsræktarstöðvar, verslanir, bakarí og veitingastaður. íþróttasvæði Hauka og Ásvallalaug eru stutt frá. Eignin er skráð samkvæmt þjóðskrá Íslands 92.5fm en þar af er 14,5fm geymsla.
Nánari lýsing: Húsið stendur í litlum botnlanga og lítil umferð við húsið. Á móti húsinu er autt svæði og útsýni. Komið er inn í stigahús með lyftu.
Anddyri: Flísalagt með góðum skáp.
Eldhús: Opið og bjart. Gott skápapláss, flísar á gólfi.
Stofa: Opin og björt með parketi á gólfi. Útgengt er út á rúmgóðar svalir frá stofunni.
Hjónaherbergi: rúmgott með góðu skápaplássi, parket á gólfi.
Barnaherbergið: rúmgott með skáp, parket á gólfi.
Baðherbergið: með sturtubaðkari. Gott skápapláss
Þvottahús: Innan eignar, góð aðstaða fyrir .vottavél og þurrkara, flísar á gólfi. Með vask.
Stór geymsla sem fylgir íbúðinni er í kjallara.
Sameiginleg hjóla og vagnageymsla er í kjallara.
Stutt í skóla sem og leikskóla. Íþróttafélag Hauka á svæðinu og sundlaug.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
www.fastgardur.is | Bæjarhraun 12 | 220 Hafnafjörður | Fasteignasalan Garður