Sveinbjörn Halldórsson
Löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 892-2916
Halldór Freyr Sveinbjörnsson
Löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 693-2916
Skipholt 26, 105 Reykjavík (Austurbær)
53.900.000 Kr.
Fjölbýli
3 herb.
108 m2
53.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1954
Brunabótamat
30.170.000
Fasteignamat
46.900.000

Fasteignasalan Garður sími 562-1200 kynnir:

vel skipulagða og endurnýjaða íbúð í litlu fjöblýslishúsi miðsvæðis í Reykjavík ásamt sérstæðu bílskúr með sér bílastæði.
Íbúðin sem er 3-4 herbergja er vel skipulögð og björt með nýlegri eldhúsinnréttingu, 2 stofum, svefnherbergi auk lítils herbergis með glugga nú nýtt sem fataherbergi. Húsið sjálft er steypt fjölbýlishús frá 1954 sem hefur fengið gott viðhald undanfarin ár.


Nánari lýsing; Komið er inn í sameiginlegan stigagang sem er snyrtilegur og bjartur. Á stigagangi, fyrir framan inngang í íbúðina er sér skápur fyrir hverja íbúð.
Inngangur í íbúðina sjálfa opnast inn í forstofu/hol sem tengir aðrar vistarverur íbúðarinnar, það er flísalagt með fatahengi.
Stofurnar eru 2, bjartar og ágætlega rúmgóðar, veggur á milli er með góðu hurðaropi sem nú er lokað með léttum vegg/fyllgingu – lítið mál að opna aftur. Gengið er út á litlar svalir mót suðri úr stofu. Önnur stofan er í dag nýtt sem rúmgott svefnherbergi.
Eldhús er flísalagt með ljósri Alno innréttingu með borðkrók og glugga mót norðri.
Svefnherbergi er með skápum. Lítið herbergi með glugga er í dag nýtt sem fataherbergi/geymsla innan íbúðarinnar en gæti verð lítið barnaherbergi.
Baðherbergi er nett, flísar á gólfi, baðkar og upphengd sturta og gluggi með opnanlegu fagi.
Innihurðir eru endurnýjaðar með eikaráferð.

Gólfefni: Flísalagt hol, eldhús og baðherbergi, parket á herbergjum og stofu.

Í sameign á jarðhæð eru geymslur, sérgeymsla þessarar íbúðar er 8,1 fm. auk þess sem sameiginlegt þvottahús og vagna/hjólageymsla er þar.
 Húsið sem er byggt árið 1954 lítur ágætlega út, það er steinað og reisulegt. Þakkantur og rennur voru endurnýjað fyrir nokkrum árum.

Bílskúr; er byggður árið 1958, þar er heitt og kalt vatn, ofn og rafmagnsopnari á hurð, góð aðkoma er að bílskúrnum og sérstæði fyrir þessa íbúð. Bílskúrinn er í útleigu.
Þetta er afar vel staðsett eign miðsvæðis í borginni bæði hvað varðar skóla, verslanir og þjónustu,


Smelltu hér til þess að fá söluverðmat á eignina þína þér að kostnaðarlausu.

ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU S. 562-1200 EÐA HJÁ SÖLUMÖNNUM;
Halldór, Löggiltur fasteignasali S. 693-2916 – [email protected]
Sveinbjörn, Löggiltur fasteignasali S. 892-2916 - [email protected]


Um skoðunarskyldu:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

www.fastgardur.is |  Skipholt 5 | 105 Reykjavík | Fasteignasalan Garður 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.