Sveinbjörn Halldórsson
Löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 892-2916
Halldór Freyr Sveinbjörnsson
Löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 693-2916
Dalsel 18, 109 Reykjavík
73.900.000 Kr.
Raðhús
7 herb.
233 m2
73.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
1979
Brunabótamat
74.410.000
Fasteignamat
66.000.000

Fasteignasalan Garður sími 562-1200 kynnir:

Vorum að fá í sölu 233,8 fm raðhús á þremur hæðum með góðum garði, yfirbyggðum svölum, með möguleika á auka íbúð ásamt stæði í bílageymslu við Dalsel 18 í Reykjavík. Eignin er laus strax.

Stærð samkvæmt Fasteignamati. Íbúð á 1. hæð: 74,2 fm, íbúð á 2. hæð: 85,4 fm, kjallari: 74,2 fm, bílageymslurými: 0 fm.

Skipting eignar: 1. hæð: anddyri, hol, eldhús, gestasnyrting og stofa.
                             2. hæð: stigagangur, fjögur svefnherbergi, baðherbergi og yfirbyggðar svalir.
                              Kjallari: Anddyri, geymsla/inntaksrými, þvottahús, stigagangur, hol, stórt opið rými, eldunaraðstaða, tvær sturtur, snyrting og gufuklefi. Úti eru tvær geymslur undir stiga.

Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax (möguleiki er að póstur sem sendur er á gmail.com lendi í ruslpósti)

Nánari lýsing:
1. hæð: Komið er inn í rúmgott anddyri. Inn af anddyri er gestasnyrting með glugga. Hol þar sem er fataskápur og einnig gengið upp á 2. hæð upp parketlagðan stiga. Eldhús er með ljósri viðarinnréttingu, tengi fyrir uppþvottavél og góðum borðkrók. Stór, björt stofa og borðstofa með útgengt á stóra suðurverönd.
2. hæð: Gengið upp steyptan parketlagðan stiga. Komið er inn í hol þar sem er gengt í öll herbergin og baðherbergi. Fjögur rúmgóð svefnherbergi, útgengt er á stórar suðursvalir frá hjónaherbergi sem búið er að yfirbyggja og einnig er fataherbergi. Flísalagt baðherbergi sem nýlega var endurnýjað. Hvít falleg innrétting með góðum skápum, upphengt salerni, handklæðaofn og rúmgóð sturtuaðstaða.
Kjallari: Sérinngangur. Anddyri. Inn af anddyri er þvottahús og geymsla. Stórt og rúmgott hol þar sem einnig er gengið upp á 1. hæð. Hægt er að aðskilja kjallara frá íbúðarrými ef kjallarinn er leigður út sér. Frá holi er komið í stórt opið rými með lítilli eldhúsaðstöðu, snyrtingu, tveimur sturtuklefum og gufuklefa.

Stæði í bílageymslu: Með eigninni fylgir stæði í lokaðri bílgeymslu.

Gólfefni: í húsinu eru votrými flísalögð og annað er parketlagt. Parket er víða farið að láta á sjá og þarfnast viðhalds.

Lóð: Bílastæði úti er malbikað. Göngustígar eru annað hvort steyptir eða hellulagðir. Gott leiksvæði fyrir framan eignina. Norðurgarðurinn (inngangurinn í húsið) er með skjólgirðingu og er stéttin hellulögð með hita í stétt. Garðurinn til suðurs er mjög skjólgóður og er með skjólgirðingu. Garðurinn er að mestu hellulagður og einnig fylgja með tveir skúrar sem hafa verið nýttir sem gróðurhús og geymsla.

Upplýsingar: Eignin þarfnast viðhalds og er væntanlegum kaupanda bent á að skoða ástand hennar vel þar sem núverandi eigendur erfðu eignina.. Þetta er eign sem býður upp á mikla möguleika t.d að útbúa auka íbúð í kjallara eignarinnar. Eignin er laus við kaupsamning. Stutt er í skóla, leikskóla og alla almenna þjónustu.  EIGN SEM VERT ER AÐ SKOÐA.


Smelltu hér til þess að fá söluverðmat á eignina þína þér að kostnaðarlausu.

ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU S. 562-1200 EÐA HJÁ SÖLUMÖNNUM;
Halldór, Löggiltur fasteignasali S. 693-2916 – [email protected]
Sveinbjörn, Löggiltur fasteignasali S. 892-2916 - [email protected]


Um skoðunarskyldu:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

www.fastgardur.is |  Skipholt 5 | 105 Reykjavík | Fasteignasalan Garður 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.