Sveinbjörn Halldórsson
Löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 892-2916
Halldór Freyr Sveinbjörnsson
Löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 693-2916
Móar 5, 356 Snæfellsbær
24.900.000 Kr.
Sumarhús
4 herb.
54 m2
24.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1998
Brunabótamat
19.950.000
Fasteignamat
17.450.000

Fasteignasalan Garður sími 562-1200 kynnir:

Vorum að fá í sölu fallegt og vel byggt 54,2 fm heilsárshús með þremur svefnherbergjum, auk millilofts og glæsilegu útsýni á þessum einstaka stað við Arnarstapa á sunnanverðu Snæfellsnesi. Eignin stendur á 2200 fm leigulóð og er stutt í þjónustu sem er opin allt árið.
Skipting eignar: Anddyri, gangur, þrjú svefnherbergi, stofa, eldhús, milliloft og geymsla.

Nánari lýsing:
Gott anddyri með fatahengi. Komið er inn í gang sem liggur að ba‘herbergi og svefnherbergjum. Þrjú rúmgóð svefnherbergi. Baðherbergi með  hvítri innréttingu, sturtuklefa og góðum glugga. Bjart og gott alrými sem skiptist í stofu og eldhús. Stofan er rúmgóð og er gengið út á stóra timburverönd með útsýni í allar áttir. Eldhús með ljósri viðarinnréttingu eldavélasamstæðu og borðkrók. Milliloft er yfir svefnherbergi, baðherbergi og gangi. Geymsla sem er gengið inn í frá sólpalli. 

Ofnar eru hitaðir með rafmagni og heitavatnið er hitað upp með gasi. 

Upplýsingar: 
Arnarstapi er u.þ.b 180 km frá höfuðborgarsvæðinu og 117 km frá Borgarnesi, góðir vegir alla leið. Móar 5 eru staðsettir við Arnarstapa og nálægt allri þjónustu sem þar er upp á að bjóða.
Arnarstapi er af mörgum talin einn fallegasti staður Íslands á sunnanverðu Snæfellsnesi. Á síðustu árum hafa orðið miklar breytingar á svæðinu frá opnun þjóðgarðsins. Öll þjónusta hefur aukist til muna að völdum eftirspurnar. Á sunnanverður Snæfelsnesi má finna marga fallega staði til að skoða, í einstakri náttúru og gönguleiðir þeirra á milli.


Smelltu hér til þess að fá söluverðmat á eignina þína þér að kostnaðarlausu.

ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU S. 562-1200 EÐA HJÁ SÖLUMÖNNUM;
Halldór, Löggiltur fasteignasali S. 693-2916 – [email protected]
Sveinbjörn, Löggiltur fasteignasali S. 892-2916 - [email protected]


Um skoðunarskyldu:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

www.fastgardur.is |  Skipholt 5 | 105 Reykjavík | Fasteignasalan Garður 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.