Sveinbjörn Halldórsson
Löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 892-2916
Halldór Freyr Sveinbjörnsson
Löggiltur fasteignasali
Símanúmer: 693-2916
Ástu-sólliljugata 16, 270 Mosfellsbær
74.900.000 Kr.
Raðhús / Raðhús á einni hæð
4 herb.
176 m2
74.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2018
Brunabótamat
59.630.000
Fasteignamat
66.150.000

Fasteignasalan Garður sími 562-1200 kynnir:

Framtíðareign;  fullbúið 176,5 m² raðhús með innbyggðum bílskúr við Ástu-Sólliljugötu 16 í Helgafellslandi,  Mosfellsbæ.
Eignin er öll sérlega vönduð að byggingarefni og frágangur til fyrirmyndar.
Eignin skiptist í þrjú svefnherbergi, stofu, sjónvarpshol, eldhús, rúmgott baðherbergi, gestasnyrtingu, anddyri og innbyggðan bílskúr.

Komið er inn um vandaða harðviðarhurð í flísalagt anddyri með sérsmíðuðum innfelldum fataskáp.
Fataskápar og innréttingar allar í eigninni eru í samræmdu útliti.
Af anddyri er 7,5 m
² gestasnyrting. Anddyrið sjálft er rúmgott með dyrum að innanverðu.
Úr anddyrinu er innangengt í bílskúrinn.
Eikarlitað harðparket þekur alrými og komið er inn á það úr anddyri í forstofu.
Úr forstofunni til hægri er komið í eldhúsið sem er með einstaklega fallegum og vönduðum innréttingum með efri og neðri skápum og tengi fyrir uppþvottavél.

Eldhúsið er opið inn að stofu og allt rýmið er með aukinni lofthæð og innfelldum LED ljósum.
Úr stofunni er gengt um svalahurð á tyrfðan grasblett framan við húsið sem er vestur vísandi í síðdegissólina.
Samkvæmt teikningum er þar viðarpallur og heitur pottur. 
Áfram úr forstofunni er komið að sniðugu 7,8 m
² sjónvarpsholi sem virkar eins og hjarta hússins í miðju þess.
Til vinstri er rúmgott baðherbergi með bæði baðkari og virkilega aðlaðandi sturtu. 
Gólf og veggir sem snúa að baðkarinu og sturtunni eru flísalagðir. Auk vaskaskáps er upphengdur tauskápur í stíl.
Til hægri er 5,5 m² þvottahús með tenglum fyrir þvottavél og þurrkara og skolvask. Epoxý gólfefni.
Þá er komið að tvemur svefnherbergjum, annað 12,0 m² en hitt 11,4 m². Bæði herbergin eru með fataskápum.
Hjónaherbergið er 18,8 m² með svalahurð út á suðurvísandi hellulagðan pall sem tengist garðblettinum.
Svefnherbergin eru eins og eignin öll vel búin tenglum og rofum.


Bílskúrinn er 24,2 m² með epoxý gólfi, rafmagnshurð og skolvask.
Bílastæði fyrir tvo bíla eru á hellulögðu plani með snjóbræðslu og haganleg geymsla fyrir ruslatunnur.


Húsið er staðsteypt og svo steinað að utan. 
Allur frágangur miðast við að eignin sé viðhaldslétt til framtíðar.

Innfelld led ljós eru í stofu, eldhúsi, baðherbergi, svefnherbergi, sjónvarpsholi, anddyri og í eldhúsinnréttingu.
Sólbekkir eru við alla glugga.


Framtíðareign á frábærum stað.
Rétt við Helgafellsskóla - nýjan leik og grunnskóla.
Stutt í Álafosskvosina, íþróttasvæði og verslunarkjarna.
Laus við kaupsamning!

Velkomið að hringja og panta skoðun.


Skilalýsing er eftirfarandi:

Utanhúss: Húsið er staðsteypt og eru veggir steinaðir að utan með ljósum steiningarsalla og ljósu steiningarlími. Gluggakantar og vatnsbretti eru slétt pússuðum með steiningarlími.
Þak er klætt með aluzink báruklæðningu með aluzink flasningum á brúnum við þakkanta. Rennur og niðurfallsrör eru úr formáluðu áli.
Þakkantur er úr bandsöguðum máluðum furupanel að framan og máluðum furulistum að neðan.
Gluggar og hurðir eru verksmiðjuframleiddir og vottaðir og koma frá Glerborg ehf. Um er að ræða álklædda timburglugga og álklæddar svalahurðir sem eru settar í eftir uppsteypu hússins.
Anddyrishurð er úr Sipo harðvið(krossvið) með gegnheilum körmum.
Bílskúrshurðar eru úr áli og eru með rafmagnsmótor.
 
Innanhúss: Eignin skilast fullbúin skv. byggingarstig 7 ÍST 51:2001.  Loft: Loft eru einangruð milli sperra með frágenginni rakkasperru þar fyrir neðan.
Niðurtekinn loft eru gipsklædd, spörtluð, grunnað og málað. Gólf: Í alrýmum og herbergjum er harðparket, í salernum og anddyri eru flísar, í þvottahúsi og búlskúr er epoxý. 
Innveggir: Innveggir eru úr LEMGA hleðslustein uppsettir samkvæmt teikningu spartlaðir, grunnaðir og málaðir, sólbekkir eru við alla glugga.
Rafmagn: Inntak og rafmagnstafla er frágengin, allar dósir í loftum og veggi er komnar, raflagnir eru ídregnar, tenglar og rofar frágengnir. Vinnuljós er tengt í hvert herbergi.
Frágangur raf- og boðlagna er miðaður við samþykktar skipulagsteikningar.
Pípulagnir: Frágangur neyslu og fráveitulagna er miðaður við samþykktar skipulagsteikningar. Ofnar eru uppsettir og tengdir. Neysluvatn er lagt í gólf og veggi samkvæmt teikningum.
Hita-, rafmagns og vatnslagnir eru lagðar í gólfplötu, steypta innveggi og hlaðna veggi samkvæmt teikningum. Stofninntök neyslu vatns og heita vatns eru tengd og frágengin 

 
Lóð: Frágangur milli aðliggjandi lóða er með grjóthleðslu sem búið er að ganga frá. Lóð er tyrfð í baklóð og við gafl. Hellur eru við útgang garðmegin.
Bílaplan og framan við hús tyrft og hellulagt, snjóbræðsla er í bílaplani.
Byggingargjöld og gatnagerðargjald eru greidd. Heimtaugargjald fyrir hita og rafmagn er greitt. Skipulagsgjald er greitt.
Allar byggingarteikningar afhendast samþykktar frá skipulagsnefnd Mosfellsbæjar til kaupanda.


Smelltu hér til þess að fá söluverðmat á eignina þína þér að kostnaðarlausu.

ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU S. 562-1200 EÐA HJÁ SÖLUMÖNNUM;
Halldór, Löggiltur fasteignasali S. 693-2916 – [email protected]
Sveinbjörn, Löggiltur fasteignasali S. 892-2916 - [email protected]
Einar, Aðstoðarmaður fasteignasala S. 661-3682 - [email protected]

Um skoðunarskyldu:

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Fasteignasalan Garður bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er 0,8% af heildarfasteignamati hjá einstaklingum. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi - 1,6% af heildarfasteignamati hjá lögaðilum.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.000 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

www.fastgardur.is |  Skipholt 5 | 105 Reykjavík | Fasteignasalan Garður 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.